• mán. 24. mar. 2008
  • Landslið

Tap gegn Rússum hjá U17 kvenna

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku
EM_U17kvenna_milliridill_2008_byrjunarlid_Russland

Íslenska U17 kvennalandsliðið tapaði gegn Rússum í fyrsta leik liðsins í milliriðli fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu 3-4 eftir að íslenska liðið hafði leitt í hálfleik, 3-1.  Leikið verður við heimastúlkur í Danmörku á miðvikudaginn.

Verið að moka snjó af vellinum þremur tímum fyrir leik Íslendinga og Rússa í millirðili EM 2008 hjá U17 kvennaÞað er töluvert vetraríki sem er ríkjandi í Vildbjerg þar sem að milliriðillinn er leikinn.  Töluvert hefur snjóað og þurfti flokkur manna að moka snjó af vellinum svo hann yrði leikhæfur. 

Þrátt fyrir kuldann, voru íslensku stelpurnar sjóðheitar í fyrri hálfleik og leiddu eftir hann með þremur mörkum gegn einu.  Rússar komu svo ákveðnar til seinni hálfleiks og eftir átta mínútna leik höfðu þær jafnað metin og kom síðara markið úr vítaspyrnu.  Sigurmark Rússa kom svo sjö mínútum fyrir leikslok og úrslitin óneitanleg vonbrigði eftir góðan fyrri hálfleik.

Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn þegar leikið verður við Dani og lokaleikur íslenska liðsins verður gegn Finnum, laugardaginn 29. mars.  Efsta lið riðilsins tryggir sér sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Frakklandi í júlí.

Leikskýrsla

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Rússum í milliriðli EM 2008 sem leikinn var í Danmörku

Verið að moka snjó af vellinum þremur tímum fyrir leik Íslendinga og Rússa í millirðili EM 2008 hjá U17 kvenna