• fös. 21. mar. 2008
  • Landslið

Kvennalandsliðið upp um tvö sæti

Styrkleikalisti FIFA - Kvennalandslið
FifaWWRLogo

Íslenska kvennalandsliðið færist upp um tvö sæti á styrkleikalista FIFA er birtur var í dag.  Ísland er nú í nítjánda sæti listans eftir góðan árangur á Algarve Cup fyrr í þessum mánuði.

Sigurvegarar mótsins á Algarve, Bandaríkin, eru á toppi listans og hafa þar sætaskipti við heimsmeistara Þýskalands.

Íslenska liðið hefur setið í 21. sæti styrkleikalistans síðan í september 2006 og er engin þjóð, af þeim 35 efstu, sem tekur hærra stökk á listanum að þessu sinni.

Næstu verkefni landsliðsins eru vináttulandsleikir gegn Finnum, 4. og 7. maí næstkomandi.  Þremur vikum eftir síðari leikinn verður svo leikið gegn Serbum ytra í undankeppni EM 2009.  Heimaleikir gegn Slóvenum og Grikkjum fylgja svo í kjölfarið í júní áður en Frakkar verða heimsóttir í lok september.

Styrkleikalisti FIFA

Riðillinn