• mið. 19. mar. 2008
  • Fræðsla

KSÍ með dómaranámskeið á Austurlandi

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Hér er um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf rúmlega viku seinna.  Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Sá sem lýkur þessu námskeiði öðlast réttindi til þess að dæma í 4. flokki og neðar og getur einnig verið aðstoðardómari í 2. flokki.

Aldurstakmark er 15 ára og námskeiðið er ókeypis.  Skráning er hafin hjá magnus@ksi.is.

Tímasetning

Laugardagur 29. mars kl. 11:00 - Unglingadómaranámskeið á Egilsstöðum kl. 11:00 í menntaskólanum.

Laugardagur 29. mars kl. 14:00 - Unglingadómaranámskeið á Reyðarfirði kl. 14:00 í grunnskólanum..

Þriðjudagur 8. apríl kl 16:30 - Próf á Egilsstöðum

Þriðjudagur 8. apríl kl.18:00 - Próf á Reyðarfirði.