Félögunum 24 veitt þátttökuleyfi
Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 19. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og í 1. deild karla til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 24 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni 2008. Aldrei áður hafa jafn mörg þátttökuleyfi verið veitt.
Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ og byggir á sambærilegri handbók sem UEFA hefur gefið út.
Kröfur settar fram í leyfishandbók KSÍ snúa að fimm þáttum. Þeir eru í aðalatriðum:
- Samþykkt áætlun um uppeldi ungra leikmanna (þjálfun)
- Fagmennska í stjórnun félags og þjálfun leikmanna (hæfir starfsmenn)
- Aðild að KSÍ (lagaumhverfi)
- Fullbúinn leikvangur með stúku fyrir áhorfendur
- Traust skipulag fjármála (endurskoðaður ársreikningur)
Þátttökuleyfi
Hér að neðan gefur að líta yfirlit yfir afgreiðslu leyfisráðs á leyfisumsóknum félaganna 24, auk athugasemda sem gerðar voru við veitingu þátttökuleyfis hjá hverju félagi fyrir sig, þar sem við á.
LANDSBANKADEILD
Breiðablik
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
FH
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Fjölnir
Þátttökuleyfi veitt miðað við eftirfarandi forsendur: Félagið uppfyllir allar A-forsendur leyfiskerfisins í öðrum þáttum en þeim sem snúa að mannvirkjamálum. Aðalleikvangur félagsins, skv. þátttökutilkynningu í Íslandsmót, uppfyllir ekki mannvirkjakröfur leyfiskerfisins, hvað varðar áhorfendaaðstöðu, en varavöllur félagsins, skv. þátttökutilkynningu, uppfyllir kröfurnar. Af þessum sökum getur leyfisráð aðeins samþykkt leyfisumsóknina m.v. að varavöllur félagsins verði notaður sem keppnisvöllur félagsins á Íslandsmóti. Félaginu er hins vegar bent á að leita til stjórnar KSÍ varðandi undanþágu vegna málsins, sbr. samþykkt mannvirkjanefndar KSÍ á keppnisleyfi fyrir aðalleikvanginn. Félaginu er bent á að næsti fundur stjórnar KSÍ er fimmtudaginn 3. apríl.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt.
Fram
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Fylkir
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Grindavík
Þátttökuleyfi veitt.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt dagsektum skv. lið 2.2.3.2 í leyfishandbók vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum gögnum.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt.
HK
Þátttökuleyfi veitt.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt.
ÍA
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Keflavík
Þátttökuleyfi veitt.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félaginu veitt viðvörun skv. lið 2.2.3.5 í leyfishandbók þar sem B-forsenda S.12 – Aðstoðarþjálfari meistaraflokks er ekki uppfyllt.
KR
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Valur
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Þróttur
Þátttökuleyfi veitt miðað við eftirfarandi forsendur: Félagið uppfyllir allar A-forsendur leyfiskerfisins í öðrum þáttum en þeim sem snúa að mannvirkjamálum. Aðalleikvangur félagsins, skv. þátttökutilkynningu í Íslandsmót, uppfyllir ekki mannvirkjakröfur leyfiskerfisins, hvað varðar áhorfendaaðstöðu, en varavöllur félagsins, skv. þátttökutilkynningu, uppfyllir kröfurnar. Af þessum sökum getur leyfisráð aðeins samþykkt leyfisumsóknina m.v. að varavöllur félagsins verði notaður sem keppnisvöllur félagsins á Íslandsmóti. Félaginu er hins vegar bent á að leita til stjórnar KSÍ varðandi undanþágu vegna málsins, sbr. samþykkt mannvirkjanefndar KSÍ á keppnisleyfi fyrir aðalleikvanginn. Félaginu er bent á að næsti fundur stjórnar KSÍ er fimmtudaginn 3. apríl.
1. DEILD
Fjarðabyggð
Þátttökuleyfi veitt.
Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt sektum skv. lið 2.2.3.2 í leyfishandbók vegna verulegs dráttar á skilum á gögnum.
Haukar
Haukar undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn og njóta því eins árs frests til aðlögunar að kröfum kerfisins.
Félagið uppfyllir ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild.
- F.01 – Endurskoðaður ársreikningur.
Umsókn Hauka um þátttökuleyfi í 1. deild 2008 hefði því verið synjað ef félagið nyti ekki eins árs aðlögunarfrests.
ÍBV
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
KA
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
KS/Leiftur
KS/Leiftur undirgengst nú leyfiskerfið í fyrsta sinn og nýtur því eins árs frests til aðlögunar að kröfum kerfisins.
Félagið uppfyllir ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild.
- F.01 – Endurskoðaður ársreikningur.
- S.08 – Aðalþjálfari meistaraflokks.
- S.09 – Yfirþjálfari unglingastarfs.
- S.10 – Unglingaþjálfarar.
Umsókn KS/Leifturs um þátttökuleyfi í 1. deild 2008 hefði því verið synjað ef félagið nyti ekki eins árs aðlögunarfrests.
Leiknir R.
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Njarðvík
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Selfoss
Selfoss undirgengst nú leyfiskerfið í fyrsta sinn og nýtur því eins árs frests til aðlögunar að kröfum kerfisins.
Félagið uppfyllir ekki neðangreindar kröfur leyfiskerfis KSÍ fyrir félög í 1. deild.
- S.10 – Unglingaþjálfarar.
Umsókn Selfoss um þátttökuleyfi í 1. deild 2008 hefði því verið synjað ef félagið nyti ekki eins árs aðlögunarfrests.
Stjarnan
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Víkingur Ól.
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Víkingur R.
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Vakin er athygli á því að félagið uppfyllir jafnframt allar A-forsendur sem félög í Landsbankadeild þurfa að uppfylla, til viðbótar A-forsendum í 1. deild.
Þór
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
KSÍ óskar leyfishöfum til hamingju og þakkar þeim mikið og gott starf við undirbúning leyfisumsóknar!