Alþjóðlegt þjálfaranámskeið í Hollandi
Dagana 22. ágúst til 3. september stendur akademía hollenska knattspyrnusambandið fyrir alþjóðlegu þjálfaranámskeiði. Þetta er í tíunda árið í röð sem akademía hollenska knattspyrnusambandsins heldur slíkt námskeið og hingað til hafa 250 þjálfarar frá 63 löndum sótt námskeiðið. Aðeins 25 þjálfarar fá þátttökurétt á námskeiðið.
Þátttakendur verða að:
Hafa reynslu sem leikmaður
Hafa reynslu sem þjálfari barna
Hafa þekkingu á þjálffræði
Geta tekið þátt í verklegum æfingum
Tala góða ensku og geta stýrt æfingu á ensku
Allar frekari upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Þeir sem skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is fá 10% afslátt.