• mán. 17. mar. 2008
  • Landslið

U17 kvenna leikur í milliriðli EM í Danmörku

Landslið U17 kvenna sem sigraði sinn riðil í undakeppni EM 2008 örugglega í Slóveníu
U17_kvenna_i_Sloveniu

Kristrún Lilja Daðadóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt hóp sinn er heldur til Danmörku um páskana.  Þar leikur liðið í milliriðli fyrir EM 2008 en mótherjarnir verða, auk heimamanna, Rússar og Finnar.

Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt í milliriðlum með því að sigra örugglega riðil sinn í undankeppninni en þar voru mótherjarnir Lettland, Slóvenía og Úkraína.

Sigurvegari milliriðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM 2008 en hún fer fram í Nyon í Sviss.  Er þetta í fyrsta skiptið er úrslitakeppni er haldin í þessum aldursflokki og verða það fjórar þjóðir er leika í þessari fyrstu keppni. 

Hópurinn

Dagskrá