Samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf
Í gær var undirritaður samningur á milli KSÍ og Flugleiðahótela ehf um gistingu fyrir landslið Íslands og aðra gistingu á vegum Knattspynusambandsins. Í samningum felst m.a. að A landslið Íslands munu framvegis gista á Hilton Hóteli og önnur landslið á Hótel Loftleiðum eða öðrum hótelum á vegum Flugleiðahótela.
Samstarf þessara aðila byggir löngum og traustum grunni og er mikil ánægja hjá Knattspyrnusambandinu með þetta samstarf og nýja samninga.
Á myndinni má sjá Þóri Hákonarson framkvæmdarstjóra KSÍ og Magneu Þórey Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Flugleiðahótela ehf, við undirritun samningsins.