• mið. 12. mar. 2008
  • Landslið

Ólafur leitar ráðgjafar hjá kollegum

Merki HM 2010 í Suður Afríku
HM2010SudurAfrika

Í undankeppni HM 2010 sem hefst í haust verða mótherjar Íslands, Holland, Skotland, Noregur og Makedónía.  Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur ákveðið að leita til fjögurra valinkunna kollega sinna til þess að fylgjast með þessum fjórum mótherjum í tengslum við keppnina. 

Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis mun fylgjast með Skotlandi, Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur mun fylgjast með Makedóníu, Rúnar Kristinsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KR mun fylgjast með Noregi og Willum Þór Þórsson þjálfari Vals mun fylgjast með Hollandi.  Í þessu felst að þeir munu m.a. fylgjast með leikjum þessara liða, leikgreina þá og gefa Ólafi skýrslu.

Knattspyrnusamband Íslands þakkar þessum einstaklingum fyrir þeirra framlag og einnig félögum þeirra fyrir að gefa kost á þeim til þessa verkefnis.