• sun. 09. mar. 2008
  • Landslið

Leikið við Portúgal á morgun

Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007
Algarve_2007_Kina

Íslenska kvennalandsliðið leikur lokaleik sinn í riðlakeppni á Algarve Cup á morgun, mánudag.  Mótherjarnir verða heimastúlkur í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:45.  Íslenska liðinu dugir jafntefli til þess að lenda í efsta sæti riðilsins og leika um sjöunda sætið í mótinu.  Með sigri eru það Portúgal sem tryggja sér efsta sætið og íslenska liðið leikur um níunda sætið.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Portúgal.

Byrjunarliðið (4-3-3):

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Ólína Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir

Vinstri kantur: Guðný Björk Óðinsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Fylgst verður með gangi leiksins hér á síðunni á meðan leik stendur.