• fim. 06. mar. 2008
  • Landslið

Leikið við Írland á morgun

Frá landsleik Íslands og Serbíu, 21. júní 2007 og endaði 5-0 fyrir Ísland
Island_Serbia_kvenna_2007

Kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Algarve Cup á morgun, föstudag, þegar liðið mætir Írum.  Stelpurnar lögðu Pólland í fyrsta leik sínum á mótinu en Írar töpuðu gegn Portúgal.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Írum.

Byrjunarliðið (4-3-3):

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

Varnartengilðir: Dóra Stefánsdóttir og Edda Garðarsdóttir

Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Erla Steina Arnardóttir

Vinstri kantur: Guðný Björk Óðinsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Aðstæður eru mjög góðar á Algarve og var hitinn í dag um 25 stig.  Smávægileg meiðsli eru að hrjá þrjá leikmenn og er óvíst um þátttöku þeirra í leiknum á morgun.  Þetta eru þær Katrín Ómarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. 

Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.