Landsliðshópur Færeyinga tilkynntur
Íslendingar taka á móti Færeyingum í vináttulandsleik, sunnudaginn 16. mars kl. 16:00. Leikurinn fer fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi og er þetta fyrsti A-landsleikur karla sem leikinn er innandyra hér á landi.
Jógvan Martin Olsen, landsliðsþjálfari Færeyja, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn er kemur til Íslands. Í hópnum eru m.a. Símun Samuelsen leikmaður Keflavíkur, Rógvi Jacobsen sem lék áður með KR og Fróði Benjaminsen fyrrum leikmaður Fram.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markmenn:
Jákup Mikkelsen, KÍ
Rene Tórgarð, EB/Streymur
Varnarmenn:
Johan Troest Davidsen, NSÍ
Einar Hansen, NSÍ
Fróði Benjaminsen, HB
Óli Hansen, NSÍ
Mortan úr Hørg, HB
Miðjumenn:
Jákup á Borg, HB
Símun Samuelsen, Keflavík
Bergur Midjord, B36
Ingi Højsted, B36
Mikkjal Thomassen, EB/Streymur
Atli Danielsen, Frem
Hjalgrím Elttør, NSÍ
Rókur av Fløtum Jespersen, Fremad Amager
Sóknarmenn:
Rógvi Jacobsen, Hødd IL
Chr. Høgni Jacobsen, HB
Arnbjørn Hansen, EB/Streymur
Í hópinn vantar nokkra leikmenn er leika í efstu deild í Danmörku en deildin þar hefst sömu helgi og leikurinn fer fram. Færeyingar eru að fara að byrja keppnistímabilið hjá sér en þeir byrja á því að leika þrjár umferðir í bikarkeppninni. Deildin hefst svo um mánaðarmótin næstu.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, mun tilkynna sinn hóp á miðvikudaginn en þar sem að þessi leikdagur er ekki alþjóðlegur mun uppistaða hópsins verða leikmenn er leika hér á landi.