• mið. 05. mar. 2008
  • Landslið

Sigur á Pólverjum í fyrsta leik á Algarve

Landsliðið eftir sigur á Kína á Algarve Cup árið 2007
Algarve_2007_Kina

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik í dag á Algarve Cup með því að sigra Pólland.  Lokatölur urðu 2-0 eftir markalausan fyrri hálfleik.  Íslenska liðið sótti mun meira í leiknum en góður pólskur markvörður gerði okkar stelpum erfitt fyrir.

Hér að neðan má sjá textalýsingu frá leiknum sem birtist á heimasíðunni meðan á leiknum stóð.

Ísland - Pólland

Leikurinn er hafinn á Algarve og sú nýjung er í þessum leik að 6 dómarar starfa við leikinn.  Dómari leiksins kemur frá Bólivíu og aðstoðardómararnir frá Paraguay og Uruguay.  Fjórði dómarinn er einnig frá Uruguay en aukaaðstoðardómararnir koma frá Noregi og Finnlandi.  Þeir staðsetja sig um 10 metra frá hornfána fyrir aftan endalínuna.

Íslenska liðið hefur verið sterkara fyrstu 30 mínúturnar en staðan er ennþá 0-0.

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk gott færi strax á þriðju mínútu en markvörður Pólverja var á undan henni í boltann.  Pólska liðið átti nokkrar skyndisóknir án þess að skapa sér góð færi.

Á 26. mínútu á Katrín Jónsdóttir skalla rétt yfir mark Pólverja og stuttu síðar átti Dóra Stefánsdóttir gott skot sem markvörðurinn varði vel.

Guðný Óðinsdóttir komst svo tvisvar sinnum ein innfyrir með mínútmillibili en tókst ekki að koma boltanum framhjá góðum pólskum markverði.

Staðan 0-0 í hálfleik og íslenska liðið hefur sótt mun meira án þess að ná að brjóta ísinn.

Tvær breytingar voru gerðar í hálfleik.  Þær Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í stað Gretu Mjallar Samúelsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.

1-0  Dóra Stefánsdóttir hefur komið íslenska liðinu yfir með góðu skoti.  Hún fékk sendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur, skaut fyrir utan vítateig og knötturinn söng í netinu.  Markið kom á 58. mínútu og hefur íslenska liðið verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik eins og þeim fyrri.

2-0  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði annað mark Íslendinga eftir að hafa komist ein innfyrir vörnina.  Markið kom á 81. mínútu og var íslenska liðið búið að sækja mjög stíft þessar síðustu mínútur.  Margrét Lára átti stangarskot á 79. mínútu og boltinn hrökk til Rakelar Hönnudóttur sem skaut líka í stöngina.  Mínútu síðar komst Sara Björk ein innfyrir en enn einu sinni varð markvörður Pólverja.

Leiknum er lokið á Algarve og nokkuð öruggur sigur íslenska liðsins staðreynd.  Íslenska liðið sótti nokkuð á lokakaflanum án þess þó að fá mörg dauðafæri.  Margrét Lára átti gott skot úr aukaspyrnu á síðustu mínútu leiksins en boltinn fór naumlega framhjá.

Næsti leikur liðsins verður gegn Írlandi á föstudaginn og hefst sá leikur kl. 16:30. 

Leikskýrsla