• þri. 26. feb. 2008
  • Fræðsla

Átak til að fjölga kvendómurum í fullum gangi

Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi
Domarar_i_urslitum_U19_kvenna

Knattspyrnusamband Íslands stendur nú í átaki til þess að fjölga konum í dómarastéttinni.  Um helgina var haldið dómaranámskeið sem eingöngu var fyrir konur og var það undir leiðsögn Gylfa Orrasonar.

Unnið verður með þann hóp er sótti námskeiðið og verður honum fylgt eftir og útvegað verkefni við hæfi.  Fleiri dómaranámskeið verða svo haldin og verða upplýsingar um þau birt hér á síðunni.  Þær konur sem áhuga hafa á því að spreyta sig í dómgæslunni eru hvattar til þess að hafa samband við Magnús Jónsson, dómarastjóra, magnus@ksi.is

Átakið hefur vakið athygli og m.a. birti heimasíða UEFA frétt um námskeiðið sem fram fór um helgina.