Reykjavíkur-Víkingar skila fjárhagsgögnum
Víkingar í Reykjavík hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2008 og eru þar með næstir á eftir Víkingum í Ólafsvík, sem skiluðu á föstudag.
Þar með hafa sjö félög af tólk í 1. deild skilað sínum fjárhagsgögnum. Þau félög sem eiga eftir að skila eru Fjarðabyggð, Haukar, ÍBV, KA og KS/Leiftur. Samkvæmt heimildum ksi.is voru gögn Eyjamanna póstlögð í dag, mánudag og gögn KA-manna verða væntanlega einnig póstlögð í dag.