Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta A-landsleik?
Hversu oft vakna spurningar á kaffistofum landsmanna um atriði eins og t.d. þessi:
- Hvenær lék Hemmi Hreiðars sinn fyrsta landsleik?
- Hvað hefur Eiður Smári skorað mörg landsliðsmörk?
- Hvað hefur Ásta B. Gunnlaugsdóttir leikið marga landsleiki?
Á vef KSÍ er að finna gríðarlegt magn upplýsinga um landslið Íslands og leikmenn landsliðanna.
Hægt er að fletta upp á tilteknum landsliðsmanni með því að velja Mót / Leit að félagsmanni og þá er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um viðkomandi leikmann, m.a. feril með landsliðum.
Nú þegar hafa allir landsleikir kvenna og allar leikskýrslur í öllum landsliðum verið skráðar í gagnagrunn KSÍ og því er t.d. hægt að skoða yfirlit yfir alla þá landsleiki sem Margrét Lára Viðarsdóttir hefur tekið þátt í, frá U17 landsliði upp í A-landslið.
Allir A-landsleikir karla og leikskýrslur aftur til ársins 1996 hafa verið skráðar í gagnagrunninn og unnið er að skráningu eldri leikskýrslna. Allir leikir og öll mót í öllum karlalandsliðum hafa þó verið skráð.
Yfirlit yfir leiki má skoða í valmyndinni hér til vinstri.
Og nú er bara að byrja að skoða og leita ..... :-)