• þri. 19. feb. 2008
  • Leyfiskerfi

Stjarnan hefur skilað fjárhagsgögnum

Stjarnan
Stjarnan2008

Stjarnan varð í dag annað félagið til að skila fjárhagslegum leyfisgögnum til KSÍ, en skilafresturinn er til 20. febrúar.  Áður höfðu Njarðvíkingar skilað inn sínum fjárhagslegu gögnum og hafa félögin í 1. deild því tekið forskotið í þessum málum.

Von er á gögnum frá fleiri félögum næstu daga og verður fylgst náið með stöðu mála hér á ksi.is. 

Upplýsingar um viðurlög við drætti á skilum má sjá hér að neðan.




2.2.3.2        Tímamörk ekki uppfyllt

Ef leyfisumsækjandi uppfyllir ekki sett tímamörk um framlagningu leyfisgagna skal hann sæta viðurlögum.  Við ákvörðun þeirra skal taka mið af alvarleika brotsins.  Eftirfarandi viðurlögum er hægt að beita:

  1.  Viðvörun og sekt; við fyrsta brot skal beita dagsektum að upphæð kr. 1.500 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr. 30.000.
  2. Áminning og sekt; við ítrekað brot skal skal beita dagsektum að upphæð kr 3.000 fyrir hvern dag sem líður þangað til viðeigandi gögnum hefur verið skilað, að hámarki kr. 60.000.
  3. Stigatap; við alvarlegt og ítrekað brot er jafnframt heimilt að draga allt að 3 stig frá félaginu í deildarkeppninni.