• þri. 19. feb. 2008
  • Leyfiskerfi

FIFA innleiðir leyfiskerfi

Merki FIFA
FIFA

Í kjölfar jákvæðrar reynslu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) hefur Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) ákveðið að innleiða leyfiskerfi í öllum aðildarsamböndum sínum. 

Álfusamböndin í Afríku (CAF), Asíu (AFC), Eyjaálfu (OFC), Norður-Ameríku (CONCACAF) og Suður-Ameríku (CONMEBOL) munu innleiða leyfiskerfið í sínum aðildarlöndum eigi síðar en árin 2010-2011.

Leyfiskerfi FIFA byggir að verulegu leyti á því leyfiskerfi sem UEFA hefur starfrækt síðan 2003.  Þessi ákvörðun FIFA sýnir enn betur þann ávinning og þau jákvæðu áhrif sem leyfiskerfi UEFA hefur haft á starfsumhverfi knattspyrnufélaga í Evrópu.