• þri. 19. feb. 2008
  • Fræðsla

Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur

Aðstoðardómari að störfum á leik Íslands og Svíþjóðar
Linuvordur

Mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur í dómgæslu.  Hugmyndin er að halda dómaranámskeið eingöngu fyrir konur sem vilja gerast héraðsdómarar.

Gylfi Orrason er kennari á námskeiðinu og mun fara í praktísku hliðina á dómgæslunni.  Í framhaldi verða síðan fundin verkefni við hæfi fyrir þátttakendur.

Í fyrrasumar var haldin úrslitakeppni EM U-19 kvenna hér á Íslandi.  Dómararnir þar voru eingöngu konur enda er það stefna hjá UEFA og FIFA að konur dæmi alla kvennaleiki á vegum þess.

Ef vel tækist til í þessu átaki er ekkert því til fyrirstöðu að tilnefna konur á FIFA listann í framtíðinni.

Námskeiðið verður sunnudaginn 24. febrúar og hefst klukkan 13:00 í höfuðstöðvum KSÍ.

Allar konur sem hafa áhuga á þessum málaflokki eru velkomnar á námskeiðið.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í námskeiðinu sendu þá póst á magnus@ksi.is