• mið. 13. feb. 2008
  • Leyfiskerfi

Er þitt félag að byggja knattspyrnumannvirki ?

Hásteinsvöllur að vori
hasteinsvollur

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 17. janúar að stofna mannvirkjasjóð og var reglugerðin kynnt fyrir aðildarfélögum KSÍ á nýafstöðnu ársþingi sambandsins. 

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. 

Hámarksstyrkur við hvert verkefni getur orðið 10 milljónir króna, en þó aldrei meira en sem nemur þriðjungi af raunkostnaði framkvæmdar. 

Aðeins aðildarfélög KSÍ geta sótt um styrk.