• mán. 11. feb. 2008
  • Landslið

Landsleikur við Azerbaijan 20. ágúst á Laugardalsvelli

Elvin Aliyev leikmaður Azerbaijan í baráttu við hinn portúgalska Deco
Leikmadur_Azera

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Azerbaijan hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik.  Leikurinn fer fram 20. ágúst og verður leikinn á Laugardalsvelli.

Ísland og Azerbaijan hafa ekki leikið áður hjá A-landsliðum karla en Azerar voru í 116. sæti á síðasta styrkleikalista FIFA.  Þessi vináttulandsleikur er liður í undirbúningi þjóðanna fyrir undankeppni HM 2010 en Azerar eru þar í riðli með Rússum, Þjóðverjum, Finnum, Walesverjum og Liechtenstein.  Íslendingar leika hinsvegar í riðli með Hollandi, Skotlandi, Noregi og Makedóníu.