• fim. 07. feb. 2008
  • Ársþing

Frambjóðendur á ársþingi KSÍ 9. febrúar

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Á ársþingi KSÍ, sem haldið verður í höfuðstöðvum KSÍ 9. febrúar næstkomandi, verða m.a. kosningar í stjórn KSÍ sem og varastjórn KSÍ.  Fimm framboð eru um fjögur sæti í stjórn KSÍ og fjögur framboð um þrjú sæti í varastjórn KSÍ. 

Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og skal kosning fara þannig fram:                                          

a.      Kosning formanns annað hvert ár til tveggja ára í senn.

b.      Kosning 4ra manna í aðalstjórn til tveggja ára en fjórir menn ganga  úr aðalstjórn á hverju ári.

c.      Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum í stjórn til eins árs.

d.      Kosning 3ja manna til vara í aðalstjórn til eins árs.

e.      Kosning 4ra manna frá landsfjórðungunum til vara til eins árs.

Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing og eru þau birt í stafrófsröð.

Kosning formanns

·        Formannskjör fer ekki fram – Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður til tveggja ára á 61. ársþingi KSÍ í febrúar 2007.

Kosning í aðalstjórn

·        Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í aðalstjórn KSÍ lýkur á 62. ársþingi KSÍ 9. febrúar nk.:

Í aðalstjórn

  • Lúðvík S. Georgsson, varaformaður    Reykjavík
  • Jón Gunnlaugsson, ritari                      Akranesi
  • Ástráður Gunnarsson                           Reykjanesbæ
  • Ingibjörg Hinriksdóttir                           Kópavogi

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalstjórnar, hægt er að smella á nöfnin til að fá nánari upplýsingar:

Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn: (Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2009)

  • Halldór B. Jónsson, varaformaður      Reykjavík *
  • Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri        Reykjavík
  • Stefán Geir Þórisson                           Reykjavík
  • Vignir Már Þormóðsson                       Akureyri

*Halldór B Jónsson hefur ákveðið sökum veikinda að draga sig úr stjórn KSÍAf þeim sökum samþykkti stjórn KSÍ að fram skuli fara kosning um sæti hans og að kosið verði um það sérstaklega á komandi ársþingi KSÍ til eins árs.   Jafnframt samþykkti stjórn KSÍ að opið verði fyrir framboð í það sæti fram að kjöri.  Kosning fer fram að lokinni kosningu 4ra manna í aðalstjórn til tveggja ára.”               

Neðangreindur hefur þegar boðið sig fram í sæti Halldórs B. Jónssonar, hægt er að smella á nafnið til að fá nánari upplýsingar:

Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga

·        Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 62. ársþingi KSÍ 9. febrúar nk.:

                        Aðalfulltrúar landsfjórðunga

  •                         Björn Friðþjófsson                              Norðurland
  •                         Einar Friðþjófsson                              Suðurland
  •                         Guðmundur Ingvason                         Austurland
  •                         Jakob Skúlason                                   Vesturland

Allir ofangreindir aðalfulltrúar landsfjórðunganna gefa kost á sér til endurkjörs og eru sjálfkjörnir.

Kosning varamanna í aðalstjórn

·        Eins árs kjörtímabili varamanna í aðalstjórn lýkur á 62. ársþingi KSÍ 9. febrúar nk.:

                        Varamenn í aðalstjórn

  •                         Jóhannes Ólafsson                              Vestmannaeyjum
  •                         Kjartan Daníelsson                               Reykjavík
  •                         Þórarinn Gunnarsson                           Reykjavík       

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til varastjórnar, hægt er að smella á nöfnin til að fá nánari upplýsingar: