• mið. 06. feb. 2008
  • Landslið

Leikið við Armeníu í dag

Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað
Marki_fagnad_N_Irland

Íslendingar leika lokaleik sinn á æfingamótinu á Möltu í dag en mótherjarnir þá verða Armenar.  Leikurinn hefst kl. 16:30 á íslenskum tíma og verður fylgst með leiknum hér á síðunni.

Tíminn á Möltu er notaður vel og er yfirleitt æft tvisvar sinnum á dag á milli leikja.  Það er því nóg um að vera hjá búningastjórum landsliðsins að halda bæði æfingafatnaði og keppnisfatnaði til haga.  Einnig er hlaupið undir bagga hjá öðrum þjóðum ef þannig bregður við.  Þegar Armena vantaði vesti á einni æfingunni var leitað til búningastjórans bóngóða, Björns Ragnars Gunnarssonar, en hann var með vesti í öllum regnbogans litum í farteskinu og leysti úr vanda félaga sinna.

Íslendingar og Armenar hafa mæst tvisvar sinnum áður í A-landsleik karla.  Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli árið 1999 í undankeppni fyrir EM 2000.  Leiknum lauk með sigri Íslands, 2-0 og voru það Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson sem skoruðu mörkin.  Seinni leiknum ytra endaði með markalausu jafntefli

Armenar hafa unnið báða leiki sína til þessa á þessu æfingamóti.  Þeir sigruðu Möltu í fyrsta leik, 1-0 og lögðu svo Hvít Rússa, 2-1.  Íslendingar hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu.