Úrtaksæfingar hjá U17 karla um komandi helgi
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 30 leikmenn til úrtaksæfinga um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Fífunni og verða leiknir æfingaleikir fyrri daginn. Leikmenn eru beðnir um að kynna sér vel hvenær þeir eiga að mæta á laugardeginum.