Ísland leikur gegn Möltu í kvöld
Ísland leikur gegn Möltu á æfingamóti í kvöld og hefst leikurinn kl. 18:45 að íslenskum tíma. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð, Íslendingar fyrir Hvít Rússum og Malta fyrir Armeníu.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Möltu í kvöld en leikurinn er liður í æfingamóti sem fram fer á Möltu. Leikurinn hefst kl. 18:45 og er leikinn á þjóðarleikvangi heimamanna.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Fjalar Þorgeirsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður: Hjálmar Jónsson
Miðverðir: Atli Sveinn Þórarinsson og Ragnar Sigurðsson
Tengiliðir: Bjarni Guðjónsson fyrirliði, Davíð Þór Viðarsson og Pálmi Rafn Pálmason
Hægri kantur: Baldur Aðalsteinsson
Vinstri kantur: Eyjólfur Héðinsson
Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Malta - Ísland
Íslenska liðinu hefur gengið illa að byggja upp góðar sóknir í leiknum og Möltumenn hættulegri án þess þó að skapa sér góð færi. Þeir náðu þó að brjóta ísinn á 18. mínútu með skoti frá vítateig sem var óverjandi fyrir Fjalar í markinu. Þrátt fyrir ágæta baráttu hefur íslenska liðinu ekki tekist að ná neinum tökum á leiknum og Möltumenn fengu svo gott færi til að bæta við marki en Fjalar varði vel. Staðan eftir 40 mínútur er því 1-0 fyrir Möltu.
Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Möltu og vonandi ná strákarnir betri tökum á leiknum í síðari hálfleik. Í fyrri leik mótsins sigruðu Armenar Hvít Rússa með tveimur mörkum gegn einu.
Síðari hálfleikur fer rólega af stað. Íslenska liðið gerði tvær breytingar í hálfleik. Þeir Stefán Gíslason og Helgi Sigurðsson komu inn á fyrir Ragnar Sigurðsson og Baldur Aðalsteinsson. Þegar 15 mínútur eru liðnar af síðari hálfleik er staðan ennþá 1-0 fyrir Möltu.
Leiknum er lokið og lauk honum með sigri heimamanna, 1-0. Síðustu 30 mínútur leiksins voru eign íslenska liðsins og sköpuðu þeir sér nokkur góð marktækifæri en náðu ekki að nýta þau. Meðal annars björguðu Möltumenn á marklínu en niðurstaðan sigur Möltu.
Á undan leik Íslands og Möltu leik Hvít Rússar og Armenar. Í fyrstu umferð mótsins sigruðu Hvít Rússar Íslendinga með tveimur mörkum gegn engu og Armenar lögðu Möltu með einu marki gegn engu.
Ísland og Malta hafa mæst tólf sinnum í A landsleik karla og hafa Íslendingar þar yfirhöndina. Ísland hefur farið níu sinnum með sigur af hólmi, einu sinni hefur orðið jafntefli og tvisvar sinnum hefur Malta sigrað. Markatalan er Íslendingum mjög hagstæð, 30 - 9.