• fös. 01. feb. 2008
  • Fræðsla

KSÍ innkallar allt fræðsluefni

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

KSÍ óskar eftir því að þjálfarar sem fengið hafa fræðsluefni (bækur, VHS spólur, DVD diska o.s.frv.) skili því inn, sama hve gamalt efnið er. Verið er að taka í gegn bókasafn og vídeósafn sambandsins og nauðsynlegt er að fólk skili því efni sem það hefur fengið lánað, svo hægt sé að meta hvað sé til og hvað sé glatað.

Betra safn fræðsluefnis er hagur allra þjálfara á Íslandi og því brýnt að samviskusamir aðilar skili.