• fim. 31. jan. 2008
  • Landslið

Landsliðshópurinn æfir á Möltu

Bjarni_Tor_a_Moltu
Bjarni_Tor_a_Moltu

Íslenski landsliðshópurinn kom til Möltu í nótt eftir langt ferðalag og í dag var æft tvisvar sinnum.  Landsliðið mætir Hvít Rússum á laugardaginn, Möltu á mánudaginn og Armenum á miðvikudaginn.

Aðstæður á Möltu eru í góðu lagi, hitastigið um 15 gráður og þurrt.  Á myndinni hér að ofan má sjá Bjarna Þór Viðarsson á æfingu en hann er einn af þremur leikmönnum U21 karla sem er til taks í leikinn gegn Hvít Rússum.

Myndina tók búningastjórinn léttfætti, Björn Ragnar Gunnarsson, á símtæki sitt.  Hann stóð þó í ströngu á æfingunni þar sem að við hlið æfingavallarins var mótorkrossbraut.  Á brautinni stóðu yfir æfingar og þurfti búningastjórinn að smeygja sér á milli hjólanna til þess að sækja bolta er höfðu slysast yfir.  Allir sluppu vel heilir frá þessu en bæði búningastjóra og mótórhjólamönnum var nokkuð brugðið.

Leikurinn við Hvít Rússa hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma á laugardaginn.