• mið. 30. jan. 2008
  • Landslið

Forföll í íslenska landliðshópnum

Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað
Marki_fagnad_N_Irland

Íslenska landsliðið hélt af stað í morgun til Möltu þar sem liðið leikur á æfingamóti, 2. - 6. febrúar. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi 30 leikmenn í landsliðshópinn en af þeim hópi eru 6 leikmenn sem geta ekki tekið þátt í þessu móti.

Leikmennirnir eru: Veigar Páll Gunnarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Matthías Guðmundsson og Jóhannes Karl Guðjónsson en þessir leikmenn eru allir meiddir.  Þá fengu þeir Grétar Rafn Steinsson og Ólafur Ingi Skúlason frí frá þessu verkefni hjá Ólafi Jóhannessyni.

Fyrsti leikur liðsins verður laugardaginn 2. febrúar kl. 14:00 þegar leikið verður við Hvít Rússa.  Á mánudaginn verður leikið við heimamenn í Möltu og Armenar verða mótherjarnir, miðvikudaginn 6. febrúar.

Þá er með í för Magnús Þórisson, milliríkjadómari, sem mun dæma á þessu æfingamóti