• mán. 21. jan. 2008
  • Landslið

Sex nýliðar fara til Möltu

Sigurmarki Íslendinga gegn Norður Írlandi vel fagnað
Marki_fagnad_N_Irland

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið 30 leikmenn sem taka þátt í æfingamóti á Möltu dagana 2. - 6. febrúar.  Mótherjar Íslendinga verða heimamenn, Armenar og Hvít Rússar.

Einungis einn af leikdögum mótsins er alþjóðlegur leikdagur og eru því atvinnumenn Íslands ekki lausir fyrir alla leiki mótsins.  Þá geta þeir Theódór Elmar Bjarnason, Bjarni Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson einungis leikið í fyrsta leiknum þar sem þeir leika svo með U21 þann 6. febrúar þegar liðið leikur gegn Kýpur ytra.

Nýliðarnir eru 6 í þessum leikmannahóp og af hópnum hafa 17 leikmenn leikið 5 landsleiki eða færri.

Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Hvít Rússum, laugardaginn 2. febrúar.  Þá er leikið gegn Möltu mánudaginn 4. febrúar og loks gegn Armenum, 6. febrúar.

Þá mun Magnús Þórisson, milliríkjadómari, verða einn af dómurum mótsins

Hópurinn