• fös. 18. jan. 2008
  • Leyfiskerfi

Gæðavottun leyfiskerfis KSÍ 2007 staðfest

UEFA
uefa_merki

Í september síðastliðinum fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess, og hefur nú borist formleg  tilkynning um niðurstöður þess.

Matið er framkvæmt árlega af SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins.

Í fyrsta sinn var nú unnið eftir nýrri leyfishandbók og setti það svip sinn á niðurstöðuna.  Skoðunin tókst ágætlega og var gæðavottun frá SGS staðfest, en þó komu fram nokkur minniháttar atriði sem laga þarf fyrir skoðun næsta árs. 

Gríðarleg vinna hefur verið lögð í leyfiskerfið hér á landi, bæði hjá KSÍ og félögum sem undirgangast kerfið, og hefur Ísland verið í fararbroddi á meðal aðildarþjóða UEFA í innleiðingu kerfisins frá byrjun.