Landsleikir hjá U19 kvenna í mars
Íslenska U19 kvennalandsliðið mun leika tvo vináttulandsleiki gegn Írum í mars og fara leikirnir fram í Dublin. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 28. mars en sá síðari, sunnudaginn 30. mars.
Leikirnir eru hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir milliriðla EM en liðið leikur þar í geysisterkum riðli sem leikinn verður í Belgíu. Mótherjarnir eru Belgar, Englendingar og Pólverjar en tvær síðarnefndu þjóðirnar léku í úrslitakeppni EM U19 kvenna hér á landi á síðasta ári.
Þjóðirnar hafa tvisvar áður mæst í þessum aldursflokki og hafa þjóðirnar unnið sinn hvorn leikinn.