U21 karla leikur við Norðmenn 12. júní
U21 karlalandslið Íslands mun leika vináttulandsleik við Norðmenn 12. júní næstkomandi og fer leikurinn fram hér á landi. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir lokasprettinn í riðlakeppni EM 2009.
Ísland og Noregur hafa fjórum sinnum mæst hjá U21 karla og hafa Íslendingar sigrað tvisvar sinnum, einu sinni hafa þjóðirnar skilið jafnar og Norðmenn sigrað einu sinni. Síðast léku þjóðirnar vináttulandsleik í Keflavík árið 1997 og sigruðu Íslendingar, 2-0, með mörkum frá Heiðari Helgusyni og Jóhanni B. Guðmundssyni.
Næsta verkefni U21 karlalandsliðsins er hinsvegar leikur gegn Kýpur ytra 6. febrúar en sú viðureign er liður í undankeppni EM 2009.