KSÍ B próf (UEFA B próf) fer fram laugardaginn 16. febrúar
KSÍ heldur KSÍ B próf (UEFA B próf) í þjálfaramenntun laugardaginn 16. febrúar klukkan 10 í Fræðslusetri KSÍ í Laugardal. Próftími er tvær klukkustundir.
Réttindi til próftöku hafa allir þjálfarar sem hafa lokið fyrstu fjórum þjálfarastigum KSÍ (KSÍ I, II, III og IV) á fullnægjandi hátt og jafnframt skilað inn fullnægjandi verkefnum af KSÍ III þjálfaranámskeiðinu.
Þjálfarar sem ætla að taka prófið á landsbyggðin þurfa að hafa samband við Dag Svein í síma 510-2977 tveimur vikum fyrir próf vilji þeir þreyta prófið í sinni heimabyggð
Próftöku- og skírteinisgjald 3.000 krónur og greiðist á staðnum.
Skráning í prófið er hafin og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is Taka þarf fram við skráningu nafn, kennitölu, gsm símanúmer, nafn félags og netfang.