Norðmenn fyrstu mótherjar Íslendinga
Í dag funduðu forsvarsmenn knattspyrnusambanda þjóðanna í 9. riðli undankeppni HM 2010 og voru leikdagar ákveðnir. Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Norðmönnum á útivelli 6. september og Skotar sækja okkur heim 10. september.
Níundi riðillinn er eini riðillinn með fimm þjóðum þannig að Ísland leikur átta leiki í riðlinum. Fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum verða Norðmenn en leikið verður við þá á útivelli 6. september. Fjórum dögum síðar, 10. september leika svo Íslendingar fyrsta heimaleikinn í riðlinum þegar Skotar koma í heimsókn.
Leikjaniðurröðun Íslands er eftirfarandi:
6. sept. 2008 Noregur - Ísland
10. sept.2008 Ísland - Skotland
11. okt. 2008 Holland - Ísland
15. okt. 2008 Ísland - Makedónía
1. apr. 2009 Skotland - Ísland
6. júní 2009 Ísland - Holland
10. júní 2009 Makedónía - Ísland
5. sept. 2009 Ísland - Noregur