• þri. 11. des. 2007
  • Landslið

Milliriðlarnir klárir hjá U17 og U19 kvenna

Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.
Islensku_U19_hopurinn

Í dag var dregið í milliriðla fyrir EM 2008 hjá U17 og U19 kvenna.  Ísland var í pottinum í báðum þessum keppnum og er ljóst að erfiðir leikir eru framundan hjá stelpunum þegar leikið verður í vor.

U17 kvenna er í riðli með Finnlandi, Danmörku og Rússlandi en sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni er leikin er í maí.  Riðillinn verður leikinn í Danmörku dagana 24. - 29. mars. 

Hjá U19 kvenna lentu stelpurnar í riðli með Englandi, Belgíu og Póllandi.  Leikið verður dagana 24. - 29. apríl og fer riðillinn fram í Belgíu.  Þarna eigast við þrjár af þeim þjóðum er léku í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fór hér á landi í sumar.  Íslenska og pólska liðið eru reynslunni ríkari eftir þátttökuna þá.  Enska liðið komst hinsvegar alla leið í úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum undir styrkri stjórn hinnar einu sönnu Mo Marley.

Sigurvegarar riðlanna sex tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Frakklandi ásamt þeirri þjóð er nær bestum árangri í öðru sæti riðlanna.