• mán. 03. des. 2007
  • Fræðsla

Áhugaverð alþjóðleg þjálfararáðstefna í Danmörku 5-6. janúar

Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift
Siggi_Raggi_vid_UEFA_A_utskrift

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ er einn af fyrirlesurum á stórri alþjóðlegri þjálfararáðstefnu sem fer fram í Kaupmannahöfn 5-6. janúar 2008.  Ráðstefnan ber nafnið Copenhagen International Football Congress og er reiknað með að 200-250 þjálfarar víðs vegar að úr heiminum sæki ráðstefnuna. 

Erindi Sigurðar Ragnar fjallar um leyndarmálið á bakvið það hvernig Ísland hefur farið að því að búa til svona marga atvinnumenn í knattspyrnu.  Þetta efni hefur vakið töluverða athygli erlendis en Sigurður hélt svipaðan fyrirlestur í Svíþjóð í byrjun þessa árs á 200 manna þjálfararáðstefnu í Örebro, Svíþjóð.  UEFA hefur einnig fjallað um þetta efni og vitnar og birtir stóran hluta af fyrirlestri Sigurðar Ragnars á heimasíðu sinni.

Hér að neðan eru helstu upplýsingar og dagskrá ráðstefnunnar fem fer fram í Kaupmannahöfn, en þjálfarar frá Íslandi geta skráð sig til 16. desember ef þeir vilja fara á ráðstefnuna.

Heimasíða ráðstefnunnar: http://www.cifc.eu/cifc/English.html

Helstu upplýsingar í bæklingi: http://www.cifc.eu/cifc/English_files/cifc_invitation_UK.pdf