Milliriðillinn klár hjá U19 karla
Í dag var dregið í milliriðla EM 2008 hjá U19 karla og var Ísland í pottinum. Ísland lenti í riðli með Noregi, Ísrael og Búlgaríu. Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina sem fram fer í Tékklandi 14. - 26. júlí.
Riðillinn verður leikinn í Noregi og munu leikirnir fara fram 27. apríl, 29. apríl og 2. maí.
Ísland hefur leikið 9 sinnum við Norðmenn í þessum aldursflokki og hafa Norðmenn sigrað 5 sinnum, þrisvar hafa Íslendingar farið með sigur af hólmi og jafntefli hefur orðið einu sinni.
Ísrael hefur verið fjórum sinnum mótherji okkar í þessum aldursflokki og hafa þrisvar sinnum unnið okkur en Ísland hefur einu sinni sigrað.
Búlgaríu höfum við mætt tvisvar í landsleik U19 karla og hefur hvor þjóð unnið einn leik.
Íslenska liðið tryggði sér sæti í milliriðli með því að lenda í 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Varð Ísland þar á eftir Englandi en á undan Belgíu og Rúmeníu.