• fim. 29. nóv. 2007
  • Landslið

Leikjaniðurröðun á Algarve Cup 2008

Ásthildur Helgadóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra Stefánsdóttir í baráttunni gegn Frökkum
Island_Frakkland_kv_16juni_2007_AstKatDoraStef

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt á hinu sterka Algarve Cup 2008 en mótið fer fram dagana 5. - 12. mars.  Ísland er í riðli með Póllandi, Írlandi og Portúgal á mótinu.

Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Póllandi 5. mars.  Þá verður leikið gegn Írlandi 7. mars og Portúgal 10. mars.  Loks verður leikið um sæti 12. mars.

Þetta er 15. skiptið er Algarve Cup fer fram og leika sterkustu þjóðir heimsins jafnan á þessu móti.  Mótinu er styrkleikaskipt og fara átta sterkustu þjóðirnar í A og B riðil.  Ísland leikur í C riðli og ef stelpurnar ná fyrsta eða öðru sæti riðilsins leika þær um sæti við þjóðir úr A eða B riðli.  Á síðasta móti hafnaði Ísland níunda sæti eftir að hafa unnið frækilegan sigur á Kínverjum í leik um sæti, 4-1.

Bandaríkin sigruðu mótið árið 2007 og hafa sigrað á Algarve Cup fjórum sinnum á síðustu fimm árum.