• mið. 28. nóv. 2007
  • Landslið

Drætti í milliriðla hjá U19 karla frestað um einn dag

UEFA
uefa_merki

Drætti í milliriðla fyrir EM U19 karla, er fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um einn dag vegna tæknilegra örðugleika.  Á morgun, fimmtudag, verður því dregið í milliriðla fyrir EM 2008 og fyrir undankeppni EM 2009 hjá U19 karla.

Íslendingar unnu sér sæti í milliriðlum keppninnar með því að lenda í öðru sæti riðils síns í forkeppninni en Englendingar unnu riðilinn.  Íslendingar sigruðu þar bæði Belga og Rúmena.  Tuttugu og átta þjóðir eru í pottinum og verður þær dregnar í 7 riðla.  Sigurvegari hvers riðils tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi í júlí 2008.

Við sama tækifæri verður einnig dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2009 hjá U17 karla.