Dregið í milliriðla EM hjá U19 karla
Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í milliriðla í EM 2008 hjá U19 karla. Drátturinn fer fram á morgun, miðvikudaginn 28. nóvember, og verður dregið í Cannes í Frakklandi. Úrslitakeppni fer fram í Tékklandi 14. - 26. júlí.
Tuttugu og átta þjóðir eru í pottinum og verða þær dregnar í sjö riðla. Sigurvegari hvers riðils tryggir sér sæti í úrslitakeppninni ásamt gestgjöfunum Tékkum.
Á fimmtudaginn verður svo dregið í riðla í undankeppni fyrir EM U19 karla 2009.