Ísland í 5. styrkleikaflokki fyrir HM 2010
Næstkomandi sunnudag verður dregið í undankeppni HM 2010 í Suður Afríku og fer drátturinn fram í Durban. Ísland er í 5. styrkleikaflokki en níu þjóðir eru í hverjum styrkleikaflokki nema þeim síðasta sem skipaður er 8 þjóðum.
Drátturinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma en klukkutíma síðar má búast við að dregið verði í riðla Evrópuþjóðanna. Þjóðirnar 53 eru dregnar í níu riðla og tryggir sigurvegari hvers riðils sér þátttökurétt á HM í Suður Afríku. Þær 8 þjóðir með bestan árangur í öðru sæti riðlanna 9 fara síðan í umspil. Þar er leikið heima og heiman og sigurþjóðirnar fjórar tryggja sér sæti á HM.
Styrkleikaflokkarnir eru sex og eru, eins og áður sagði, níu þjóðir í hverjum flokki nema þeim sjötta sem skipaður er átta þjóðum. Byrjað er að draga úr neðsta styrkleikaflokki og er þeim þjóðum er hann skipað raðað í riðla 1 til 8. Því næst er dregið úr 5. styrkleikaflokki og fara þær þjóðir í riðla 1 til 9 og þannig koll af kolli. Sex þjóðir munu skipa riðla 1 til 8 en fimm þjóðir riðil 9 en engin þjóð úr neðsta styrkleikaflokki verður í riðli 9.
Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:
Styrkleikaflokkur 1
Ítalía
Spánn
Þýskaland
Tékkland
Frakkland
Portúgal
Holland
Króatía
Grikkland
Styrkleikaflokkur 2
England
Rúmenía
Skotland
Tyrkland
Búlgaría
Rússland
Pólland
Svíþjóð
Ísrael
Styrkleikaflokkur 3
Noregur
Úkraína
Serbía
Danmörk
Norður Írland
Írland
Finnland
Sviss
Belgía
Styrkleikaflokkur 4
Slóvakía
Bosnía
Ungverjaland
Moldavía
Wales
Makedónía
Hvíta Rússland
Litháen
Kýpur
Styrkleikaflokkur 5
Georgía
Albanía
Slóvenía
Lettland
Ísland
Armenía
Austurríki
Kazakhstan
Azerbaijan
Styrkleikaflokkur 6
Liechtenstein
Eistland
Malta
Luxemburg
Svartfjallaland
Andorra
Færeyjar
San Marínó