• þri. 20. nóv. 2007
  • Landslið

U21 karla leikur gegn Belgum í kvöld

KSÍ 60 ára
KSI_60_logo_RGB

Landslið U21 karla leikur í dag við Belga í undankeppni EM og fer leikurinn fram í Brussel.  Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.  Íslendingar hafa fengið þrjú stig til þessa í riðlinum eftir fjóra leiki en Belgar hafa fjögur stig eftir jafn marga leiki.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Haraldur Björnsson

Hægri bakvörður: Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Miðverðir: Guðmann Þórisson og Hallgrímur Jónasson

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Arnór Smárason

Hægri kantur: Rúrik Gíslason

Vinstri kantur: Birkir Bjarnason

Framherji: Kjartan Henry Finnbogason

Þessar þjóðir mættust á Akranesvelli 11. september síðastliðinn og lauk leiknum þá með markalausu jafntefli.

Riðillinn