Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku tilkynnt
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Dönum í lokaleik þjóðanna í undankeppni fyrir EM 2008. Leikurinn fer fram á Parken á morgun, miðvikudag og hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Árni Gautur Arason
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson
Vinstri bakvörður: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson
Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason
Sóknartengiliður: Veigar Páll Gunnarsson
Hægri kantur: Theódór Elmar Bjarnason
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson
Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson