• mán. 19. nóv. 2007
  • Landslið

Mikill áhugi Íslendinga á leiknum

Parken, þjóðarleikvangur Dana
Parken

Landsliðið æfir af krafti fyrir leikinn gegn Dönum og voru tvær æfingar á dagskránni í dag.  Gengu þær vel og fer vel um mannskapinn í Kaupmannahöfn.  Mikill áhugi Íslendinga er á leiknum og hafa rúmlega 1000 miðar verið seldir landanum.

Báðar æfingarnar gengu vel og ekkert ljósleysi að hrella hópinn líkt og í gær.  Að sögn búningastjórans rafmagnaða, Björns Ragnars Gunnarssonar, er hópurinn í góðu standi og allur aðbúnaður til fyrirmyndar.

Á morgun mun hópurinn svo taka æfingu á Parken en þar verður einmitt leikurinn flautaður á kl. 19:00 að íslenskum tíma, miðvikudaginn 21. nóvember.

Áfram Ísland klúbburinn mun standa fyrir upphitun stuðningsmanna íslenska liðsins fyrir leikinn og má lesa nánar um það hér.  Búast má við miklum fjölda þarÍslendinga og miklu fjöri.  Hægt verður að kaupa miða á landsleikinn á staðnum.