Þrír nýliðar í 20 manna hópnum
Fyrsti landsliðshópur Ólafs Jóhannessonar, þjálfara A-landsliðs karla, var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þriðjudag. Hópurinn er valinn fyrir lokaleikinn í undankeppni EM 2008, gegn Dönum á Parken 21. nóvember, sem verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ólafs.
Þrír nýliðar eru í hópnum, sem telur 20 leikmenn. Nýliðarnir eru Bjarni Þór Viðarsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Sverrir Garðarsson. Sverrir hefur áður verið valinn í hóp, en kom þó ekki við sömu í þeim leikjum.