• mið. 07. nóv. 2007
  • Leyfiskerfi

Kynningarfundur í tengslum við formannafund 17. nóvember

Grindavíkurvöllur
Grindavikurvollur_007

Í tengslum við formannafund sem haldinn verður 17. nóvember verður haldinn sérstakur kynningarfundur á leyfiskerfinu fyrir félög í 1. deild karla.  Sá fundur hefst kl. 13:00 og verður haldinn í húsakynnum KSÍ eins og formannafundurinn, sem hefst klukkutíma síðar.

Félög í 1. deild karla gengust undir leyfiskerfið í fyrsta sinn 2007 og nú koma því inn 3 félög sem aldrei hafa undirgengist kerfið.  Árið 2007 var aðlögunarár fyrir kerfið í 1. deild, en fyrir 2008 verður kerfið keyrt af fullum krafti.  Þess ber þó að geta að samkvæmt handbókinni fá félög sem aldrei hafa undirgengist kerfið alltaf eins árs aðlögunarfrest.