• fim. 01. nóv. 2007
  • Landslið

Pétur Pétursson ráðinn aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar

Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!
studningsmenn-JGO_0385

Pétur Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, en gengið var frá samningi við Pétur í morgun.  Pétur hefur störf nú þegar og mun verða Ólafi til aðstoðar í næsta leik sem er lokaleikur liðsins í undankeppni EM 2008, gegn Dönum þann 21. nóvember.

Pétur er knattspyrnuáhugafólki vel kunnur enda einn farsælasti atvinnuknattspyrnumaður landsins, en Pétur lék með Feyenoord í Hollandi, Anderlecht og Antwerpen í Belgíu og Hercules á Spáni við mjög góðan orðstír.  Landsleikir Péturs voru 41 talsins og skoraði hann í þeim 11 mörk. 

Ferill Péturs á Íslandi er ekki síður glæsilegur, en hann deilir markametinuá einu keppnistímabili  í efstu deild með þremur öðrum leikmönnum, 19 mörkum í 18 leikjum, en þessu náði hann keppnistímabilið 1978 með liði ÍA, en Pétur er einmitt Skagamaður að uppruna. Hér á landi hefur Pétur einnig leikið með KR og Tindastóli, þar sem hann hóf þjálfaraferil sinn.

Pétur hefur þjálfað lið Keflavíkur og Víkings R. og hann gerði lið KR að Íslandsmeisturum árið 2000.  Síðustu ár hefur Pétur einbeitt sér að þjálfun yngri leikmanna og var nú síðast hjá Breiðabliki.