• mið. 17. okt. 2007
  • Landslið

Byrjunarliðið hjá U19 karla tilbúið fyrir leik gegn Rúmenum

UEFA
uefa_merki

Íslendingar mæta i dag Rúmenum í riðlakeppni EM hjá U19 karla.  Riðill Íslendinga er leikinn í Englandi og er þetta síðasti leikur þeirra í riðlinum.  Íslendingar eiga möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum.

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og stillir upp í leikaðferðina, 4-4-2.

Byrjunarliðið (4-4-2):

Markvörður: Óskar Pétursson

Hægri bakvörður: Eggert Rafn Einarsson

Vinstri bakvörður: Kristinn Jónsson

Miðverðir: Hólmar Örn Eyjólfsson og Fannar Þór Arnarsson

Hægri kantur: Rafn Andri Haraldsson

Vinstri kantur: Jósef Kristinn Jósefsson

Tengiliðir: Gylfi Þór Sigurðsson og Guðmundur Kristjánsson

Framherjar: Kristinn Steindórsson og Viktor Unnar Illugson

Riðillinn