• þri. 16. okt. 2007
  • Landslið

Landsliðið æfði á Rheinpark Stadion

Rheinpark Stadion sem leikið verður á gegn Liechtenstein
Rheinpark_Stadium

Íslenska landsliðið æfði í kvöld á Rheinpark Stadion en þar fer fram landsleikur Íslands og Liechtenstein á morgun og hefst kl. 18:00.  Leikurinn verður í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 17:40.

Allar aðstæður eru hinar ákjósanlegustu og fer vel um hópinn í Liechtenstein.  Landsliðið æfði undir fullum flóðljósum í kvöld en leikurinn hefst kl. 20:00 að staðartíma.  Þjóðarleikvangurinn Rheinpark Stadion, sem einnig er heimavöllur FC Vaduz, tekur rúmlega 6000 manns í sæti og var tekinn í notkun árið 1998.

Hinn geðþekki búningastjóri, Björn Ragnar Gunnarsson, var með símtækið á lofti sem fyrr og sendi okkur myndirnar hér að neðan.

Brynjar Björn Gunnarsson á æfingu fyrir leikinn gegn Liechtenstein

Mynd: Brynjar Björn Gunnarsson á æfingu í kvöld en hann á einmitt afmæli í dag.

Landsliðshópurinn á æfingu í Liechtenstein

Mynd: Hópurinn á æfingu undir fullum flóðljósum.