Hefur þú brennandi áhuga á knattspyrnu?
KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins. Meginverkefni er starfsemi í fræðslumálum og námskeiðahaldi með fræðslustjóra KSÍ. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku, ensku og hvers kyns tölvuvinnslu. Þá er æskilegt að umsækjandi hafi góða þekkingu á knattspyrnu og helst bakgrunn sem leikmaður eða þjálfari. Kennaramenntun, íþróttatengd menntun og reynsla af kennslu eru kostir sem myndu nýtast vel í starfinu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ í síma 510-2900 eða á siggi@ksi.is.
Umsóknum skal skilað með tölvupósti til siggi@ksi.is eigi síðar en 12. október.