Leikir hjá U19 kvenna og U17 karla í dag
Landslið Íslands í U19 kvenna og U17 karla verða bæði í eldlínunni í dag en þá leika þau síðustu leiki sína í riðlakeppni EM. Stelpurnar í U19 kvenna mæta gestgjöfum sínum frá Portúgal en strákarnir leika gegn Litháen.
Stelpurnar hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðlum keppninnar og með sigri á tryggja þær sér sigur í riðlinum. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn í dag.
Byrjunarliðið:(4-5-1):
Markvörður: Íris Dögg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Anna Þórunn Guðmundsdóttir
Vinstri bakvörður: Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
Miðverðir: Anna Björk Kristjánsdóttir og Hlín Gunnlaugsdóttir, fyrirliði
Hægri kantur: Jóna Kristín Hauksdóttir
Vinstri kantur: Rúna Sif Stefánsdóttir
Tengiliðir: Laufey Björnsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Framherji: Fanndís Friðriksdóttir
Strákarnir í U17 hafa tapað báðum sínum leikjum til þessa en leika gegn Litháum í dag. Lúka Kostic hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það þannig skipað:
Markvörður: Ásgeir Þór Magnússon
Hægri bakvörður: Kristinn Freyr Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Víkingur Pálmason
Miðverðir: Hafsteinn Briem og Brynjar Gauti Guðjónsson
Miðjumenn: Finnur Orri Margeirsson, Vilhjálmur Darri Einarsson, Þórir Guðjónsson og Ragnar Leósson
Framherjar: Ottó Már Reynisson og Ólafur Karl Finsen